Bæklingurinn Orkutölur kominn út

Orkustofnun hefur gefið út smáritið “Orkutölur”. Þar gefur að líta helstu tölur um orkumál frá árinu 2010 og þróun síðustu ára.

Bæklingurinn sem er 12 blaðsíður kemur út bæði á íslensku og ensku. Fjallað er um helstu tölur ársins 2010 og þróun síðustu ára, meðal annars er þar kort af raforkukerfinu á Íslandi, samanburður á orkuverði til húshitunar, jarðhitanotkun ársins, notkun eldsneytis innanlands og í samgöngum, frumorkunotkun á Íslandi, raforkuvinnsla á Íslandi, raforkunotkun og jarðhitakort.

Orkutölurnar fást án endurgjalds og hægt er að nálgast þær hjá Orkustofnun.