Ályktanir stjórnar SSKS

Ályktanir ársfundar 2020

 • Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 6. nóvember 2020, skorar á ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að beita sér fyrir því að fjármagni verði veitt í aðgerðir á köldum svæðum sem leiða til orkusparnaðar til hagsbóta fyrir landið allt.
 • Ársfundur SSKS, haldinn 6. nóvember 2020, beinir því til stjórnar að beitar sér fyrir því að kortleggja aðstæður aðildarsveitarfélaga á köldum svæðum og skilgreina, á hverju svæði, tækifærin til að lækka orkukostnað til frambúðar s.br. með hitaveitu, jarðhitaleið eða öðrum tæknilausnum.

Ályktun ársfundar 2019

 • Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 4. október 2019, skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að beita sér fyrir auknum niðurgreiðslum hitunarkostnaðar með raforku, þannig að kostnaður þeirra er nota raforku til húshitunar verði ekki meiri en hjá notendum „meðaldýrra“ hitaveitna.

Ályktanir stjórnar 2010

 • Stjórn SSKS hvetur iðnaðarráðherra til þess að setja af stað vinnu við endurskoðun raforkulaga, sbr. XIII. ákvæði til bráðbirgða í raforkulögum nr. 65/2003. Stjórnin bendir sérstaklega á að ræða þarf að nýju þau samkeppnissjónarmið sem komu inn í lögin með breytingum sem samþykktar voru á Alþingi árið 2004. Jafnframt þarf að tryggja að allir íbúar landsins hafi sambærilegt aðgengi að orku, hvar á landinu sem þeir búa, og má í því sambandi nefna til samanburðar átak í nettengingum sem fjarskiptasjóður stendur nú fyrir. (Samþykkt á stjórnarfundi 1. desember og sent iðnaðarráðherra).
 • Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnar Íslands að fella niður endurgreiðslur virðisaukaskatts á húshitunarkostnaði, eins og stefnt er að í frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum (rafræn þjónustusala og eftirlit vegna áætlana) á þingskjali 227 – 208. mál, lið 11c. Verði frumvarpið samþykkt mun breytingin ein og sér leiða til hækkunar á húshitunarkostnaði á svokölluðum köldum svæðum. Stjórn SSKS leggur áherslu á að komi til þessarar hækkunar á húshitunarkostnaði verði niðurgreiðslur auknar að sama skapi. Stjórnin bendir á að nú þegar er húshitunarkostnaðar í dreifbýli og þéttbýli á landsbyggðinni tvöfaldur til þrefaldur við það sem kostnaðurinn er á hitaveitukynntum landsvæðum. (Samþykkt á stjórnarfundi 1. desember og sent iðnaðarráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og skattanefnd Alþingis).

Ályktanir ársfundar 2009

 • Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 2. október 2009, skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að nægjanlegt fjármagn verði tryggt á fjárlögum 2010 til orkusparandi aðgerða.
 • Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 2. október 2009, skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því að nægjanlegt fjármagn verði tryggt á fjárlögum 2010 til orkusparandi aðgerða.
 • Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 2. október 2009, skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir auknum niðurgreiðslum hitunarkostnaðar með raforku, þannig að kostnaður þeirra er nota raforku til húshitunar verði ekki meiri en hjá notendum „meðaldýrra“ hitaveitna.

Ályktanir ársfundar 2009 ásamt greinargerðum.

Áskoranir ársfundar 2007

Áskoranir ársfundar 2007 um stofnun nýrra hitaveitna, um jarðhitaleit og um niðurgreiðslur á raforku til húshitunar.

Ályktanir ársfundar 2003

 • 7. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að auka stuðning við virkjun jarðhita til húshitunar með því að lengja viðmiðunartímabil stuðnings við nýjar hitaveitur. Í stað þess að styrkurinn nemi áætluðum fimm ára niðurgreiðslum á rafmagni til húshitunar á orkuveitusvæði hitaveitunnar, nemi hann áætluðum tíu ára niðurgreiðslum.Fundurinn telur jafnframt koma til greina að skipta stuðningnum niður milli ára ef slíkt þætti henta við afgreiðslu málsins.
 • 7. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir að svokölluðu jarðhitaleitarátaki verði breytt í varanlegt verkefni sem hafi það markmið að skilgreina sem best hvar á landinu megi finna nýtanlegan jarðvarma.Fundurinn leggur áherslu á að forsendur verkefnisins verði að hluta til teknar til endurskoðunar þar sem m.a. verði tekið mið af eftirfarandi:
  • að áhersla verði lögð á að kanna einstök svæði markvissar en verið hefur
  • að rannsóknum á hverju svæði sem ljóst er að hitaveitur geti orðið hagkvæmar verði lokið sem mest í einni lotu. Í því skyni verði gerðar jarðhitaleitaráætlanir til allt að 5 ára í senn.
  • að verkefnið verði tvískipt í annarsvegar frumrannsóknir með gerð grunnra könnunarborhola og hinsvegar vinnsla á dýpri rannsóknarborholum.Fundurinn telur heppilegt að fela útibúi Orkustofnunar á Akureyri að hafa umsýslu með verkefninu og leggur áherslu á að tengsl verkefnisins við Orkusjóð verði efld.Fundurinn telur að reynsla sem fengist hefur af því átaksverkefni sem staðið hefur síðan 1998 hafi leitt í ljós að mikil nauðsyn er á áframhaldandi frumrannsóknum við leit og kortlagningu jarðvarma. Fundurinn minnir á að jarðhiti er ein af meginauðlindum landsins og minnir á nauðsyn þess að vitneskja um þá auðlind sé sem best.
 • 7. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að við útreikning útgjaldajöfnunar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sé tekið tillit til óhagræðis sem sveitarfélög á köldum svæðum hafa af því að hita skólahúsnæði og aðrar opinberar byggingar í samanburði við þau sveitarfélög sem hafa aðgang að hitaveitum. Fundurinn telur eðlilegt að litið sé til þessa útgjaldaliðar þegar kostnaður sveitarfélaga við lögbundin verkefni er jafnaður.Fundurinn felur jafnframt stjórn samtakanna að láta kanna hver kostnaður yrði við niðurgreiðslu hitunar á þjónustu- og atvinnuhúsnæði bæði í eigu einkaaðila og sveitarfélaga á köldum svæðum. Miðað verði við hliðstæða lækkun á hitunarkostnaðar vegna íbúðarhúsnæðis.
 • 7. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á fjármálaráðherra að reglum um skráningu virðisaukaskattskyldra aðili verði breytt svo nýstofnaðar hitaveitur geti fengið virðisaukaskattsskráningu þótt jafnvægi á innskatti og útskatti virðisaukaskatts veitunnar náist ekki innan 10 ára tímabils.

Ályktanir ársfundar 2003 ásamt greinargerðum.

Ályktanir ársfundar 2002

 • 6. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að auka stuðning við virkjun jarðvarma til húshitunar með því að lengja viðmiðunrartímabil stuðnings við nýjar hitaveitur. Í stað þess að styrkurinn nemi áætluðum fimm ára niðurgreiðslum á rafmagni til húshitunar á orkuveitusvæði hitaveitunnar, nemi hann áætluðum tíu ára niðurgreiðslum.
 • 6. ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að beita sér fyrir að fjármagni verði veitt til áframhaldandi jarðhitaleitar á köldum svæðum. Fundurinn telur að reynsla sem fengist hefur af því átaksverkefni sem staðið hefur síðan 1998 hafi leitt í ljós að mikil nauðsyn er á áframhaldandi frumrannsóknum við leit og kortlagningu jarðvarama. Það er álit fundarins að nauðsynlegt sé að gera jarðhitaleit að langtíma verkefni sem hafi það markmið að skilgreina sem best hvar á landinu megi finna nýtanlegan jarðvarma. Fundurinn minnir á að jarðhiti er ein af meginauðlindum landsins og á nauðsyn þess að vitneskja um þá auðlind sé sem best.Fundurinn leggur áherslu á að þótt nýtanlegur jarðhiti hafi ekki fundist á nokkrum þeim stöðum þar sem leit hefur farið fram, eru þær rannsóknir að miklu gagni því það varðar skipulag orkumála að þekking sé til staðar á hvar nýtanlega jarðhita sé að finna og hvar ekki. Þar sem sýnt hefur verið fram á að ekki sé nýtanlegur jarðhiti er t.a.m. unnt að styrkja raflínur án þess að hætta sé á að sú fjárfesting reynist óþörf. Með rannsóknarborunum hefur einnig styrkst þekking á jarðlögum, vatnsflæði ofl. sem varðar ýmsa aðra þætti en orkumál.

Ályktanir ársfundar 2002 ásamt greinargerð.