Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

Um SSKS

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum voru stofnuð 20. nóvember 1996 og voru stofnendur 37 sveitarfélög. Tilgangur samtakanna er:

  • að vinna að lækkun orkukostnaðar til húshitunar á „köldum svæðum“
  • að stuðla að (frekari) jarðhitaleit
  • að afla og dreifa upplýsingum um orkumál til aðildarsveitarfélaga
  • að stuðla að aukinni þekkingu almennings á leiðum til orkusparnaðar.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er formaður samtakanna.

Aðildarsveitarfélög eru í dag 23 og hafa samtökin aðstöðu á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga og er Ingibjörg Hinriksdóttir, tækni- og þjónusturáðgjafi sambandsins, starfsmaður þeirra.

Stofnskrá SSKS (2015).

Snæfellsbær
Frá Snæfellsbæ, en sveitarfélagið er aðili að samtökunum.