Í tilefni af ákvörðun Landsnets um að hækka gjaldskrá frá og með 1. janúar 2024 til dreifiveitna vegna dóms sem kveðinn var upp í Landsrétti föstudaginn 20. október 2023, hefur stjórn samtakanna sent Landsvirkjun bréf þar sem óskað er eftir svörum við því, hvort það standi til hjá Landsvirkjun að lækka gjaldskrá til dreifiveitna sem samsvarar kostnaðarlækkunar hjá Landsvirkjun vegna dómsins þar sem kostnaður innmötunargjaldsins frá Landsneti er ekki lengur til staðar hjá Landsvirkjun.
Bréf þessa efnis var sent til Landsvirkjunar í dag, 11. janúar.
Þá hefur stjórn SSKS óskað eftir því að hitta Atvinnuveganefnd Alþingis vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem komin er upp venga boðunar Landsvirkjunar um að hætta að afhenda raforku til fjarvarmaveitna þann 19. janúar. Atvinnuveganefnd hefur samþykkt að hitta stjórnina en fundartími hefur enn ekki verið ákveðinn.