Stjórn og varastjórn var á faraldsfæti í vikunni

Stjórn og varastjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum var á faraldsfæti í vikunni. Sat stjórnin haustfund  Landsvirkjunar sem var undir yfirskriftinni „Leyfum okkur græna framtíð“.

Eftir hádegi fundað stjórninn með Kjartani Ingavarsyni sérfræðingi á skrifstofu eftirfylgni og fjármála um næstu skref í samstarfi samtakanna og ráðuneytisins umhverfis,-orku og loftlagsmála til að bæta umhverfi húshitunar á köldum svæðum.

Stjórnarfólkið Kristinn Jónasson, Katrín Sigurjónsdóttir, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, Íris Róbertsdóttir og Björn Ingimarsson áttu fund í ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála.