Námskeið um varmadælur

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum vekja athygli á námskeiði um varmadælur sem haldið verður á Austurvegi 56 á Selfossi föstudaginn 24. febrúar nk. Á námskeiðinu, sem er á vegum Iðunnar, eru notkun varmadæla kynnt og farið verður í uppbyggingu, gerðir, tengingar, stillingar og lokafrágang við uppsetningu þeirra.

Námskeiðið fer, sem fyrr segir, fram á Austurvegi 56 á Selfossi og stendur frá kl. 13:00 til 18:00. Fullt verð er 15.000 krónur en fyrir þá sem eru aðilar að Iðunni er verðið aðeins 3.000 krónur.

Skráning fer fram á vef Iðunnar.