Dýrarara að hita hús með rafmagni en olíu

Rafmagnsmastur
Rafmagnsmastur

Það er orðið dýrara að að hita íbúðarhús í dreifbýli með innlendu rafmagni en innfluttri raforku samkvæmt samantekt Orkustofnunar.

Ríkið niðurgreiðir bæði olíu og rafmagn til húsahitunar á köldum svæðum, sem ekki njóta hitaveitu, og er olían meira niðurgreidd en rafmagnið.

Sem dæmi um mismunandi kjör fólks eftir því hvort það býr á köldum svæðum eða á hitaveitusvæðum, þá þurfa íbúar á köldum svæðum í dreifbýli að borga 8,4 krónur fyrir hverja kílóvattstund í rafhitun en 7,7 krónur með olíuhitun. Á höfuðborgarsvæðinu greiðir fólk um þrjár krónur fyrir kílóvattstundina

Af www.visir.is

LEIÐRÉTTING

Í mars 2012 sendi Orkustofnun frá sér leiðréttingu á þessari frétt þar sem fram kemur að mun ódýrara er að hita hús með innlendri raforku en innfluttri olíu. Vinsamlega kynnið ykkur frétt frá 15. mars.