Vinnu- og stefnumótunarfundur aðildarsveitarfélaga SSKS verður haldinn í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 17. september 2019. Haldið verður til Vestmannaeyja frá Landeyjahöfn kl. 10:45 en áformað er að taka ferjuna til baka aftur kl. 17:00.
Dagskrá fundarins er enn í mótun en meðal þess sem gert verður er heimsókn í fjarvarmaveitu HS veitna í Eyjum, fræðsla frá Sigurði Inga Friðleifssyni hjá Orkusetrinu og Ragnari Ásmundssyni í Varmalausnum auk þess sem Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir okkur frá Vestmannaeyjum.
Aðildarsveitarfélög bera sjálf kostnað þátttakenda vegna fundarins en en SSKS býður uppá hádegisverð í Vestmannaeyjum. Frestur til að skrá sig á fundinn er til 11. september.