Aðalfundur SSKS

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fór fram á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu föstudagnin 10. október sl.

Kristinn Jónasson, formaður SSKS, stýrði fundi og þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en einnig flutti Kristinn erindi þar sem hann sagði frá reynslu Snæfellsbæjar af varmadælum í opinberum byggingum. Erindi hans er nú aðgengilegt hér á vef SSKS.

Ný stjórn samtakanna var kosin eftir nokkrar umræður um kynjahlutfall í stjórn en þeir sem hlutu kosningu voru:

 • Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ, formaður
 • Elías Jónatansson, Bolungarvík og
 • Páll Björgvin Guðmundsson, Fjarðabyggð.

Í varastjórn voru kosin:

 • Guðmundur Ingi Ingason, Skaftárhreppi
 • Ásthildur Sturludóttir, Vesturbyggð og
 • Pétur Markan, Súðavíkurhreppi.

 

Skaftárhreppur fær styrk til kaupa á varmadælu

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tilkynnti í dag um þá ákvörðun að veita Skaftárhrepp styrk vegna kaupa sveitarfélagsins á varmadælu til að hita upp Kirkjubæjarskóla,  íþróttahús og sundlaug sveitarfélagsins. Styrkurinn er veittur í samræmi við markmið um endurnýjanlega orku og orkunýtni í skýrslu Alþingis um Græna hagkerfið.

Ráðherra er á ferðinni um Suðurkjördæmi þessa dagana en nú stendur yfir kjördæmavika Alþingis. Fundaði hann í dag á Kirkjubæjarklaustri ásamt þingmönnum Suðurkjördæmis og notaði tækifærið til að afhenda sveitarstjórn Skaftárhrepps staðfestingu á styrkveitingunni.

Skaftárhreppur er á svokölluð köldu svæði, þar sem ekki hefur fundist heitt vatn sem nýta má til húshitunar. Voru skólinn og íþróttamannvirki á árum áður hituð upp með svartolíubrennara og síðar með varma frá sorpbrennslustöð sveitarfélagsins. Eftir að sorpbrennslustöðinni var lokað í árslok 2012 hafa mannvirkin verið kynt með rafmagni og var sundlauginni lokað um tíma.

Ljóst er að með notkun varmadælunnar dregur sveitarfélagið verulega úr umhverfisáhrifum vegna upphitunar þeirra bygginga sem um ræðir auk þess sem hitunarkostnaður minnkar til muna. Nú er því hvorki notast við varma frá sorpi- eða svartolíu og með varmadælunni dregur verulega  úr rafmagnsnotkun til upphitunar. Þá er sorp flokkað í sveitarfélaginu eins og kostur er í því skyni að draga úr akstri og urðun úrgangs.

Þetta er í fyrsta sinn sem sveitarfélag setur upp varmadælu af þessari stærðargráðu og má ætla að önnur sveitarfélög á köldum svæðum geti nýtt sér reynsluna af notkun hennar. Þetta nýsköpunarverkefni fellur því vel að markmiðum um betri orkunýtingu í ályktun Alþingis um Græna hagkerfið.

Styrkurinn nemur átta milljónum króna en gert er ráð fyrir að heildarkostnaður Skaftárhrepps vegna kaupa og uppsetningu dælunnar sé um 16 milljónir króna.

Varmadælustyrkur

Jóla- og nýárskveðja

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum sendir aðildarsveitarfélögum sínum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á nýju ári með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Jólakveðja frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum2

Styttist í hitaveitu á Höfn í Hornafirði

Eftir langa og stranga jarðhitaleit hillir loks undir hitaveitu í Hornafirði. Fari allt að óskum verður komin hitaveita á Höfn og bæina allt í kring innan fárra ára.

Í fyrrahaust var borað, á vegum Rarik, af miklum móð í landi Hoffells, en þar hefur fundist heitt vatn sem er nýtt þar á bænum. Þó verkefninu hafi ekki verið lokið þá lofa niðurstöðurnar  nokkuð góðu.

Það er sjötíu til áttatíu gráðu heitt vatn sem er að skila sér upp og Rarik hefur ákveðið að bora áfram, að það verði ein til tvær holur boraðar núna. Þeir eru ekki búnir að setja tíma á það, en allavega, ákvörðunin hefur verið tekin um frekari borun í Hoffelli.Þannig að menn eru bjartsýnir á að það vanti bara herslumuninn? Ásgerður Kristín Gylfadóttir er bæjarstjóri á Höfn.

„Já, að það þurfi að finna aðeins betri æðar þarna en vatnið er til staðar og hitastigið er gott að þeir telja þannig að það á  að halda áfram og við erum bara vongóð.“

Myndband með fréttinni má sjá á vef RÚV.

http://www.ruv.is/frett/styttist-i-hitaveitu-a-hofn-i-hornafirdi

Ný hitaveita á Skagaströnd

Hitaveita á SkagaströndNý hitaveita var tekin í notkun á Skagaströnd í nóvember. Tenging húsa við kerfið er hafin. Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf. undirrituðu samning í lok árs 2011 um lagningu hitaveitu til Skagastrandar og hófust framkvæmdir við dreifikerfið í maí á þessu ári.

Hitaveitan á Skagaströnd er stækkun Blönduósveitu sem nær yfir veitusvæði á Blönduósi og Skagaströnd, auk hluta af dreifbýlinu milli Blönduóss og Skagastrandar. Heita vatnið kemur frá Reykjum í Húnavatnshreppi og er 61 gráðu heitt núna þegar það kemur í hús en búist er við að það hitni með aukinni notkun. Heildarkostnaður við verkið var áætlaður rúmlega ellefu hundruð milljónir króna.

 

Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins

hagsmunamal-dreifbylisRáðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins var haldinn í Mánagarði Nesjum Hornafirði 25. nóv. og var vel sótt. Sigurður Ingi ráðherra setti ráðstefnuna, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri og Eiríkur Egilsson formaður Búnaðarsambands A-Skaft. undirrituðu nýja búnaðarstefnu Sveitarfélagsins og Búnaðarsambandsins.

Erindi Ingva Más úr nýsköpunar-og atvinnuvegaráðuneyti um raforkuverð í dreifbýli skapaði miklar umræður kom þar fram að sjöfaldur munur á raforku þar sem hús eru kynnt með rafmagni. Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra orkumála:

„Ráðstefnan lýsir furðu sinni á að raforkuflutningar í dreifbýli séu mikið dýrari en í þéttbýli, sem dæmi má nefna að flutningur á kw stund kostar 6,16 krónur  í þéttbýli en  9,27  krónur í dreifbýli. Mismunurinn er því kr. 3,11 kr/kwst..

Þetta er óeðlilegt þar sem rafmagnið fer úr dreifbýli í þéttbýlið. Enn fremur liggur allt raforkudreifikerfi landsins í gegnum eignarlönd bænda og annarra landeigenda endurgjaldslaust.

Skorað er á ráðherra orkumála að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt.“

Grétar Már frá Búnaðarsambandi A-Skaft. kynnti niðurstöður könnunar um ágang álfta og gæsa á beitarlönd í sýslunni. Kom fram að tekin voru frá hólf á beitarlöndum þar sem fuglar komust ekki í ræktað land og var munurinn á 2/3 meiri beit á þeim svæðunum.

Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra umhverfis-og auðlindamála ;  „skorað er á ráðherra umhverfis- og auðlindarmála, vegna ágangs gæsa og álfta í ræktarlöndum, beiti hann sér fyrir því að heimila vorveiðar á gæs og veiðar á álft (geldfugli) að vori til 25. júní. Auk þess haustveiðar á álft.“

Í greinargerð kemur fram að tugmilljónatjón er af völdum ágangs þessara fuglategunda.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna sagði búsetu í dreifbýli eigi að vera raunverulegan valkost, nú sé orðin mikil eftirspurn í íslenskar afurðir og verkefni í dreifbýlinu mikilvæg.  Sagði að íslensk loðdýrarækt vera orðin á heimsklassa og spáð 1. sæti í gæðum. Sagði mikla möguleika í garðyrkju og ferðaþjónustan skipti miklu máli í dreifbýli og bændur geti nýtt sér marga möguleika.

Í máli ræðumanna kom fram að búsældarlegt er í sýslunni þó hlýnun jarðar geti haft áhrif á hækkun sjávarstöðu og mun í framtíðinni helst hafa áhrifa á grynnslin. Jarðnæði er nægt og almennt gott að rækta landið. Þá kom fram að jarðhita er að finna víða í sveitarfélaginu unnið er að nýtingu hans í Skaftafelli og við Hoffell en hann má einnig finna á Hala.  Ferðaþjónusta er að vaxa í dreifbýli og hefur Vatnajökulsþjóðgarður verið góð viðbót við hana, tvær gestastofur eru í sveitarfélaginu verið að byggja og bæta gönguleiðir. Þó kom ítrekað fram að aðstaða fyrir ferðamenn er ábótavant og mikilvægt að byggja upp áningastaði með þjónustuaðstöðu.

Áhugasamir um ráðstefnuna geta nálgast fyrirlestrana hér á pdf  Sindri SigurgeirssonKristín Hermannsdóttir, Ingvi Már Pálsson , Regína Hreinsdóttir, Sigbjörn Kjartansson, Ómar Bjarki Smárason, Grétar Már Þorkelsson, Jóhann Helgi Stefánssón og Þórey Bjarnadóttir.

Fyrirspurn Kristins Jónassonar á ársfundi Landsvirkjunar

Kristinn JónassonMiðvikudaginn 13. nóvember sl. var haustfundur Landsvirkjunar haldinn. Á þeim fundi var fjallað um raforkuframleiðslu, hlutverk Landsvirkjunar, hagsmuni Íslands og kosti og galla sæstrengs. Fundurinn var mjög áhugaverður og þeir sem hafa áhuga geta nálgast upptökur af fundinum inni á heimasíðu Landsvirkjunar.

Á fundinum upplýsti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundarmenn um að tillaga hennar um markvissar aðgerðir til að tryggja jöfnun á dreifikostnaði rafmangs í dreifbýli og þéttbýli hafi verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að frumvarp þess efnis muni líta dagsins ljós fyrir áramót. Eru þessar fréttir jákvæðar fyrir SSKS og binda samtökin miklar vonir við það frumvarp. Formaður og starfsmaður SSKS mættu á fundinn og komu eftirfarandi fyrirspurn á framfæri.

 

Brýning í tilefni af kjördæmaviku

Í þessari viku eru fundir með alþingismönnum í öllum kjördæmum og viljum við í stjórn SSKS brýna fyrir ykkur að ræða við þá um niðurgreiðslur til húshitunar sem samkvæmt fjárlagafrumvarpinu munu lækka milli ára en þyrfti hækka til að koma á móts við boðaðar hækkanir á rafmagni um áramótin svo sé ekki talað um að leiðrétta þann mikla mun sem er á rafmagnshitun og hjá þeim sem hafa hitaveitur.

Nokkur atriði er gott að minnast á:

 1. Leggja áherslur á að brýnt sé að frumvarp Einars Kristins Guðfinnssonar og fleiri þingmanna um niðurgreiðslur til húshitunar fari í gegn, þannig að komið verði á Jöfnunarsjóði húshitunar í eitt skipti fyrir öll svo ekki þurfi að standa í þessu brasi á hverju ári.
 2. Vekja athygli á því að í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014 sé gert ráð fyrir a.m.m. 75 m.kr. lækkun á fjárlagalið sem merktur er til niðurgreiðslu húshitunar var 1418 m.kr en verður 1343 m.kr.
 3. Ef niðurgreiðslur væri til jafns sem þær voru árið 2005 að raungildi þá þyrftu þær að vera um 550 m.kr. hærri en nú er.
 4. Ljóst er að verð á rafmagni mun bara hækka og ljóst ef ekkert verður gert þá verður afar erfitt fyrir fólk með rafmagnshitun að búa við þessa stöðu.
 5. Eins er rétt að vekja athygli á því að líklega þurfi um 350 milljónir króna til að greiða til nýrra hitaveitna vegna stofnniðurgreiðslna og þeir fjármunir eru ekki til eins og staðan er í dag og líklega eru af þessu um 250 m.kr. sem fara í nýja hitaveitu á Skagaströnd.

Mjög mikilvægt að fara vel yfir okkar mál og leggja þunga áherslu á þau.

F.h. stjórnar SSKS, Kristinn Jónasson.