Orka, vatn og jarðefni – Ársfundur Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn í Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 9. júní á milli kl. 9 til 11:30. Húsið opnar kl: 8:30 og boðið er upp á morgunhressingu. 

Samfélag okkar stendur á tímamótum í orkumálum með innleiðingu orkuskipta og mikilvægt er að það sé gert af alúð og í þágu samfélagsins. Orkustofnun leggur ríka áherslu á að svo sé gert og hvetur alla sem láta sig málin varða að koma til fundarins. 

Á ársfundinum verður farið yfir starfsemina á árinu 2022 og varpað ljósi á helstu áfanga er varða orkumálin, sem og önnur verkefni sem stofnunin sinnir á sviði nýtingu vatns og jarðefna á þjóðlendum og á hafsbotni. Enn fremur verða í forgrunni verkefni og aðgerðir sem hafa verið innleidd til að efla skilvirkni og gagnsæi starfseminnar. Á meðal þess sem fjallað verður um eru leyndardómar leyfisveitinga og töfrar varmadælna en gleðigjafinn Sólmundur Hólm mun sjá um að draga fram spaugilegri hliðar orkumála. 

Skráning hér

Dagskrá

Ávarp umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson

Ávarp orkumálastjóra Halla Hrund Logadóttir frá Orkustofnun 

Skilvirkni stjórnsýslu á tímum orkuskipta og nýsköpunar

Leyndardómar leyfisveitinga Marta Rós Karlsdóttir, Ph.D. sviðsstjóri sjálfbærrar auðlindanýtingar

Örerindi 

  • Skilvirkari stjórnsýsla – eingreiðslur vegna umhverfisvænnar orkuöflunar Eyrún G. Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs
  • Áður en lengra er haldið, mikilvægi framtíðarsýnar í stjórnsýslu Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur auðlindanýtingar og Tinna Jónsdóttir, verkefnastjóri auðlindaeftirlits 

Raforkuöryggi – markaður, tækifæri og áskoranir 

Raforkuöryggi í þágu almennings – Hanna Björg Konráðsdóttir, deildarstjóri raforkueftirlits Orkustofnunar

Örerindi 

  • Orkuhermirinn: Hvernig metum við raforkuöryggi á Íslandi Dagur Helgason, sérfræðingur í greiningu orkumarkaða – Greining á orkulíkaninu 
  • Gögn og greiningar – vannýtta auðlindin Björn Arnar Hauksson, deildarstjóri greininga og gagnavinnslu 
  • Orkusjóður, tenging á milli fortíðar og framtíðar Eyrún G. Káradóttir, verkefnastjóri Orkuseturs

Húshitun í nútíð og framtíð 

Aukin notkun – betri nýting Heimir Tryggvason, sérfræðingur hitaveita og bein nýting jarðhita

Varmadælur- töfrarnir í orkunýtni Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar

Örerindi

  •  Alþjóðleg vitundarvakning á nýtingu jarðhita Hjalti Páll Ingólfsson,framkvæmdastjóri GEORG – rannsóknaklasa í jarðhita

Lokaorð Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fv. Forseti Íslands

Fundarstjórn Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma