Leita að jarðhita á Vestfjörðum

Í Morgunblaðinu í dag, 10. febrúar 2022, er umfjöllun um fjarvarmaveitur í eigu Orkubús Vestfjarða sem skipta þurftu yfir á jarðefnaeldsneyti eftir að lokað var fyrir skerðanlega raforku. Slíkt hefur mikinn aukakostnað í för með sér auk þess sem losun gróðurhúsalofttegunda eykst mjög. Í greininni segir enn fremur að Orkubúið vilji láta reyna á frekari leit að jarðhita.

Úr Morgunblaðinu 10. febrúar 2022.