Breyting á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, mál 336/2020

Umsögnin er svohljóðandi.

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS, hafa fengið til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum nr. 98/2004, um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, mál nr. 336 á 151. löggjafarþingi.

Markmið frumvarpsins er að stuðla að jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku til almennra notenda. Stjórn SSKS leggur áherslu á að gengið verði lengra en kveðið er á um í frumvarpinu og að markmið laganna verði að jafna kostnað við dreifingu raforku um 100% hið fyrsta, en ekki 95% árið 2025 eins og segir í greinargerð með frumvarpinu.

Jafnframt lýsir SSKS yfir áhyggjum af gjaldskrárhækkunum um 9,9% sem Landsnet hefur boðað frá og með 1. janúar nk. og mun, ef af verður, fljótlega gera að engu þann ávinning sem boðaður er af frumvarpinu. Sagan frá 2015 mun þá endurtaka sig þegar dreifbýlisframlagið var lækkað síðast og jöfnunarframlagið hvarf í gjaldskrárhækkanir Landsnets á þremur árum.

Hér að neðan má sjá þróun raforkukostnaðar síðustu ár og dæmi um flutnings- og dreifingarkostnað árin 2005-2019. Miðað er við 1.000 kW notanda með nýtingartíma sem er um 4.500 klst. á ársgrundvelli. Taflan er unnin af Verkfræðistofunni Lotu fyrir Bændasamtökin.

Stjórn SSKS hvetur ráðherra og atvinnuveganefnd Alþingis til að gera betur og stefna að fullri jöfnun á dreifingu raforkukostnaðar strax á næsta ári. Slíkt er hreint byggðamál og stórt skref í áttina að jöfnun kostnaðar við húshitun á köldum svæðum.

Jón Páll Hreinsson, formaður