Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu

Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, verður kynnt á vef-fundi 14. janúar kl. 10:00-11:00.  Innovation Norway í Rúmeníu sér um útboð verkefnanna.

Sjö milljónum evra verður varið til fjármögnunar verkefna á sviði vatnsafls í Rúmeníu. Umsækjendur skulu leggja fram eina verkefnatillögu í samræmi við áherslur útboðsins, sem er til að auka afköst endurnýjanlegrar orku á sviði vatnsafls.

Markmið orkuáætlunar Uppbyggingarsjóða EES í Rúmeníu er að minnka orkuframleiðslu sem byggist á kolefni og auka afhendingaröryggi og framboð á raforku. Með áætluninni er einnig leitast við að örva og þróa til langs tíma samstarf milli Íslands, Lichtenstein, Noregs og Rúmeníu.

Sjá nánari upplýsingar.