Vel heppnaður Ársfundur SSKS 2020

Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fór fram með rafrænum hætti föstudaginn 6. nóvember sl. Fundurinn var ágætlega sóttur en hann sátu tæplega 20 manns. Segja má að það sé á pari við fundi sem haldnir hafa verið í „mannheimum“.

Á fundinum, sem stýrt var af Jóni Páli Hreinssyni, fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Sandra Brá Jóhannsdóttir flutti skýrslu stjórnar og Björg Ágústsdóttir skýrði frá reikningum samtakanna. Á fundinn kom Ragnar Ásmundsson frá Orkusjóði og sagði í stuttu máli frá starfsemi sjóðsins.

Tvær ályktanir voru lagðar fram á fundinum:

Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn 6. nóvember 2020, skorar á ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að beita sér fyrir því að fjármagni verði veitt í aðgerðir á köldum svæðum sem leiða til orkusparnaðar til hagsbóta fyrir landið allt.

Ályktun til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Ársfundur SSKS, haldinn 6. nóvember 2020, beinir því til stjórnar að beitar sér fyrir því að kortleggja aðstæður aðildarsveitarfélaga á köldum svæðum og skilgreina, á hverju svæði, tækifærin til að lækka orkukostnað til frambúðar s.br. með hitaveitu, jarðhitaleið eða öðrum tæknilausnum.

Ályktun til nýrrar stjórnar

Stjórnarkjör

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sem verið hefur formaður stjórnar sl. tvö ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í aðalstjórn. Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn:

  • Björg Ágústsdóttir Grundarfjarðarbæ,
  • Björn Ingimarsson Múlaþingi og
  • Jón Páll Hreinsson Bolungarvíkurkaupstað.

Til vara:

  • Kristján Sturluson Dalabyggð,
  • Rebekka Hilmarsdóttir Vesturbyggð og
  • Sandra Brá Jóhannsdóttir Skaftárhreppi.

Þá var lögð fram tillaga að skoðunarmönnum reikninga og lagt til að þeir yrðu

  • Kristinn Jónasson Snæfellbæ og
  • Jóhannes Á. Jóhannesson Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundagerð ársfundar SSKS 2020