Orkustofnun hefur gefið út smáritið “Orkutölur”. Þar gefur að líta helstu tölur um orkumál frá árinu 2010 og þróun síðustu ára.
Bæklingurinn sem er 12 blaðsíður kemur út bæði á íslensku og ensku. Fjallað er um helstu tölur ársins 2010 og þróun síðustu ára, meðal annars er þar kort af raforkukerfinu á Íslandi, samanburður á orkuverði til húshitunar, jarðhitanotkun ársins, notkun eldsneytis innanlands og í samgöngum, frumorkunotkun á Íslandi, raforkuvinnsla á Íslandi, raforkunotkun og jarðhitakort.
Orkutölurnar fást án endurgjalds og hægt er að nálgast þær hjá Orkustofnun.