Ný og græn orkutækifæri

SSKS vekur athygli á fundi Landsvirkjunar um ný og græn orkutækifæri

Fundurinn fer fram á Facebook, miðvikudaginn 27. janúar kl. 09:00 og stendur í klukkustund.

Á fundinum verður fjallað um þær breytingar sem blasa við í orku- og loftlagsmálum. Þar eru vissulega ýmsar ógnir, en enn fleiri tækifæri. Land endurnýjanlegrar orku hefur alla burði til að losa sig við jarðefnaeldsneyti og leggja sitt af mörkum til nýrrar heimsmyndar.

Að loknum erindum ræða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, um tækifærin fyrir Ísland og hvað þurfi til að hrinda þeim í framkvæmd.