Aðalfundur SSKS

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fór fram á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu föstudagnin 10. október sl.

Kristinn Jónasson, formaður SSKS, stýrði fundi og þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf en einnig flutti Kristinn erindi þar sem hann sagði frá reynslu Snæfellsbæjar af varmadælum í opinberum byggingum. Erindi hans er nú aðgengilegt hér á vef SSKS.

Ný stjórn samtakanna var kosin eftir nokkrar umræður um kynjahlutfall í stjórn en þeir sem hlutu kosningu voru:

  • Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ, formaður
  • Elías Jónatansson, Bolungarvík og
  • Páll Björgvin Guðmundsson, Fjarðabyggð.

Í varastjórn voru kosin:

  • Guðmundur Ingi Ingason, Skaftárhreppi
  • Ásthildur Sturludóttir, Vesturbyggð og
  • Pétur Markan, Súðavíkurhreppi.