Styttist í hitaveitu á Höfn í Hornafirði

Eftir langa og stranga jarðhitaleit hillir loks undir hitaveitu í Hornafirði. Fari allt að óskum verður komin hitaveita á Höfn og bæina allt í kring innan fárra ára.

Í fyrrahaust var borað, á vegum Rarik, af miklum móð í landi Hoffells, en þar hefur fundist heitt vatn sem er nýtt þar á bænum. Þó verkefninu hafi ekki verið lokið þá lofa niðurstöðurnar  nokkuð góðu.

Það er sjötíu til áttatíu gráðu heitt vatn sem er að skila sér upp og Rarik hefur ákveðið að bora áfram, að það verði ein til tvær holur boraðar núna. Þeir eru ekki búnir að setja tíma á það, en allavega, ákvörðunin hefur verið tekin um frekari borun í Hoffelli.Þannig að menn eru bjartsýnir á að það vanti bara herslumuninn? Ásgerður Kristín Gylfadóttir er bæjarstjóri á Höfn.

„Já, að það þurfi að finna aðeins betri æðar þarna en vatnið er til staðar og hitastigið er gott að þeir telja þannig að það á  að halda áfram og við erum bara vongóð.“

Myndband með fréttinni má sjá á vef RÚV.

http://www.ruv.is/frett/styttist-i-hitaveitu-a-hofn-i-hornafirdi