Ný hitaveita á Skagaströnd

Hitaveita á SkagaströndNý hitaveita var tekin í notkun á Skagaströnd í nóvember. Tenging húsa við kerfið er hafin. Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK ohf. undirrituðu samning í lok árs 2011 um lagningu hitaveitu til Skagastrandar og hófust framkvæmdir við dreifikerfið í maí á þessu ári.

Hitaveitan á Skagaströnd er stækkun Blönduósveitu sem nær yfir veitusvæði á Blönduósi og Skagaströnd, auk hluta af dreifbýlinu milli Blönduóss og Skagastrandar. Heita vatnið kemur frá Reykjum í Húnavatnshreppi og er 61 gráðu heitt núna þegar það kemur í hús en búist er við að það hitni með aukinni notkun. Heildarkostnaður við verkið var áætlaður rúmlega ellefu hundruð milljónir króna.