Morgunverðarfundur um varmadælur

Þann 1. mars bjóða nokkrir aðilar sem vinna að lagnamálum og tæknimálum þeim tengdum til morgunverðarfundar í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6 í Reykjavík. Á fundinum verður m.a. farið yfir hugbúnað til þess að reikna út varmadælur og varmaskipta og að fundi loknum geta þeir sem vilja skráð sig til að fá aðgang að hugbúnaði til útreikninga.

Fundurinn hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 11:00.

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram í gegnum netfangið fundur@verklagnir.is eða í síma 517 0270.

Morgunverðarfundur – dagskrá fundarins.