Landsnet innheimti of há flutningsgjöld

Landsnet innheimti tæplega 1,5 milljörðum of mikið í flutningsgjöld vegna almennra notenda fyrir árið 2010.

Varð skuldin til vegna breytinga á lagaumhverfinu en lækkaði ekki nógu mikið á árinu 2011, að mati Orkustofnunar. Stofnunin heimilaði ekki hækkun gjaldskrár að svo stöddu.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinui í dag (4. júní 2013) segir að Landsnet skili þessum mismun til notenda en hefur heimild til að dreifa gömlu skuldinni á tíu ár.

Frétt af mbl.is.