Styrkir til bættrar einangrunar

Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess.

Átaksverkefni 2011 er beint að húsnæði sem byggt var fyrir 1945, áður en lágmarkskröfur til einangrunargilda (U-gilda) byggingarhluta voru settar í byggingarreglugerðir.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs, www.orkusetur.is. Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur í gegnum netfangið sif@os.is.

Átaksverkefni 2011.