Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum verður haldinn föstudaginn 12. október nk. kl. 12:15 á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2.
Dagskrá:
- Setning fundar
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur 2017 lagður fram.
- Ákvörðun um árgjald
- Umræður og ályktanir um orkumál
- Kosning þriggja manna stjórnar
Dagskráin er kynnt með fyrirvara um breytingar.
Vakin er athygli á því að einn fulltrúi þarf í það minnsta að mæta frá hverju aðildarsveitarfélagi. Einnig eru aðildarsveitarfélög vinsamlegast beðin um að skrá alla fulltrúa ef fleiri en einn mæta fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags.
Þeir aðilar sem vilja gefa kost á sér til stjórnarsetu í samtökunum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helgu Guðrún Jónasdóttur, samskiptastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga á helga.gudrun.jonasdottir@samband.is eða í síma 515 4935.