Hagstæðast að kynda hús á Egilsstöðum

Fréttastofa RÚV birti í morgun frétt um svar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferða-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Ingibjargar Þórðardóttur, varaþingmanns Vinstri grænna. Hún spurði um kostnað við húshitun, útbreiðslu rafhitunar og hversu mikið myndi kosta að niðurgreiða rafhitun svo hún kosti ekki meira en kynding í helsta þéttbýli hvers landshluta.

Í svari ráðherrans kemur fram að hagstæðast er að kynda hús á Egilsstöðum en óhagstæðast í dreifbýli hjá RARIK. Munurinn er rúmar 150 þúsund krónur á ári. Um níu prósent landsmanna notar rafhitun og það myndi kosta ríkið 770 milljón krónur á ári ef lækka ætti húshitunarkostnað þeirra til jafns við það sem ódýrast gerist.

Sjá fréttina á vef ruv.is