Miðvikudaginn 13. nóvember sl. var haustfundur Landsvirkjunar haldinn. Á þeim fundi var fjallað um raforkuframleiðslu, hlutverk Landsvirkjunar, hagsmuni Íslands og kosti og galla sæstrengs. Fundurinn var mjög áhugaverður og þeir sem hafa áhuga geta nálgast upptökur af fundinum inni á heimasíðu Landsvirkjunar.
Á fundinum upplýsti Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fundarmenn um að tillaga hennar um markvissar aðgerðir til að tryggja jöfnun á dreifikostnaði rafmangs í dreifbýli og þéttbýli hafi verið samþykkt á ríkisstjórnarfundi og að frumvarp þess efnis muni líta dagsins ljós fyrir áramót. Eru þessar fréttir jákvæðar fyrir SSKS og binda samtökin miklar vonir við það frumvarp. Formaður og starfsmaður SSKS mættu á fundinn og komu eftirfarandi fyrirspurn á framfæri.