Brýning í tilefni af kjördæmaviku

Í þessari viku eru fundir með alþingismönnum í öllum kjördæmum og viljum við í stjórn SSKS brýna fyrir ykkur að ræða við þá um niðurgreiðslur til húshitunar sem samkvæmt fjárlagafrumvarpinu munu lækka milli ára en þyrfti hækka til að koma á móts við boðaðar hækkanir á rafmagni um áramótin svo sé ekki talað um að leiðrétta þann mikla mun sem er á rafmagnshitun og hjá þeim sem hafa hitaveitur.

Nokkur atriði er gott að minnast á:

  1. Leggja áherslur á að brýnt sé að frumvarp Einars Kristins Guðfinnssonar og fleiri þingmanna um niðurgreiðslur til húshitunar fari í gegn, þannig að komið verði á Jöfnunarsjóði húshitunar í eitt skipti fyrir öll svo ekki þurfi að standa í þessu brasi á hverju ári.
  2. Vekja athygli á því að í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2014 sé gert ráð fyrir a.m.m. 75 m.kr. lækkun á fjárlagalið sem merktur er til niðurgreiðslu húshitunar var 1418 m.kr en verður 1343 m.kr.
  3. Ef niðurgreiðslur væri til jafns sem þær voru árið 2005 að raungildi þá þyrftu þær að vera um 550 m.kr. hærri en nú er.
  4. Ljóst er að verð á rafmagni mun bara hækka og ljóst ef ekkert verður gert þá verður afar erfitt fyrir fólk með rafmagnshitun að búa við þessa stöðu.
  5. Eins er rétt að vekja athygli á því að líklega þurfi um 350 milljónir króna til að greiða til nýrra hitaveitna vegna stofnniðurgreiðslna og þeir fjármunir eru ekki til eins og staðan er í dag og líklega eru af þessu um 250 m.kr. sem fara í nýja hitaveitu á Skagaströnd.

Mjög mikilvægt að fara vel yfir okkar mál og leggja þunga áherslu á þau.

F.h. stjórnar SSKS, Kristinn Jónasson.