Verkefnið felur í sér þróun reiknivélar sem nýtist almenningi sem býr á svokölluðum köldum svæðum til að meta hvort tilteknar lagabreytingar á Alþingi gæti gagnast þeim fjárhagslega en lögunum var ætlað að draga úr rafhitunarkostnaði almennings, leiða til lægri niðurgreiðslna ríkisins á rafmagnskostnaði til lengri tíma og hvetja til nýtingar á umhverfisvænni orkugjafa.
Með varmadæluvefnum fengu þeir sem málið varðaði í hendurnar einfalt rafrænt og gagnvirkt upplýsingakerfi sem gat hjálpað við að taka ákvörðun um tiltekið efni. Varmadæluvefur leysti flókið efni á einfaldan máta og varð til þess að markmiðum lagabreytinga var náð til hagsbóta fyrir samfélagið.
Verkefnið er frumlegt, það er mikilvægt fyrir stofnunina, hefur almannagildi fyrir þann hóp sem málið varðar og hægt að yfirfæra lausnina á fleiri svið almannaþjónustu.