Áskorun til stjórnvalda vegna stöðunnar í orkumálum

Opinn fundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS, með aðildarsveitarfélögum um stöðuna í orkumálum. Fundurinn var haldinn á Teams miðvikudaginn 12. júní kl. 08:00. Á fundinn mættu 31 fulltrúi frá aðildarsveitarfélögum SSKS.

Eftirfarandi áskorun til stjórnvalda var samþykkt á fundinum.

Áskorun

Fundur aðildarsveitarfélaga SSKS skorar á alþingi og ráðherra :

  • Að Alþingi setji lög sem tryggi rétt almennings og minni fyrirtækja til að fá raforku.
  • Að raforkuverð til húshitunar á köldum svæðum verði ásættanlegt og ekki hærra en meðalverð hjá hitaveitum.
  • Að tryggð verði raforka til húshitunar.
  • Að tryggð verði raforka til minni fyrirtækja á sanngjörnu verði.
  • Að finna nýjar leiðir til þess að jafna kostnað við húshitun þar sem niðurgreiðslukerfið sem er í dag er virkir er komið að endastöð.
  • Hefja framkvæmdir við nýjar virkjanir til að mæta orkuþörf landsmanna.
  • Að bæta innviðina og tryggja að hægt sé að flytja raforku á þá staði sem þarf á hverjum tíma.
  • Raforkuskortur hamlar atvinnuuppbyggingu. Mikilvægt er að til verði raforka fyrir fyrirtæki alls staðar á landinu.

Nú er komin tími til að fara strax í framkvæmdir. Framkvæmdir í raforkumálum á Íslandi sem verða öllum til hagsbóta, það er ekki lengur tími til að hugsa bara, tími framkvæmda er kominn– „Vilji er allt sem þarf“.