Stjórn SSKS boðar til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks – Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög. Málþingið fer fram í Háteigi á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 15. mars, kl. 08:30-11:30.
Dagsetningin er valin með tilliti til þess að hún er daginn eftir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, 14. mars. Dagskrá fundarins má finna hér að neðan.
Dagskrá fundarins
08:30 | Setning Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og formaður stjórnar SSKS |
Ávarp Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra | |
Erindi Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra | |
Græn orka í þágu samfélagsins Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar | |
Nýir orkugjafar og köldu svæðin Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets | |
Staðan í dag á orkuskiptum og orkuöryggi Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga og nýsköpunar hjá Orkustofnun | |
10:00 | K A F F I H L É |
10:20 | Vilji er allt sem þarf Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar og stjórnarmaður í SSKS |
Þarf að sækja vatnið yfir lækinn? Elías Jónatansson orkubússtjóri | |
Land tækifæranna Hallgrímur Steinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri tæknisviðs Laxeyjar í Vestmannaeyjum | |
Framtíðarplanið, hvað er verið að gera og hvernig tryggjum við orkuskipti, orkuöryggi og uppbyggingu? Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Guðmundur Ingi Ásmundsson, framkvæmdastjóri Landsnets Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Atvinnuveganefndar Alþingis Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar Elías Jónatansson orkubússtjóri Hallgrímur Steinsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Laxeyjar | |
11:40 | Samantekt og slit málþingsins Íris Róbertsdóttir, formaður SSKS og málþingsstjóri |