Ársfundur SSKS 6. nóvember 2020

Samkvæmt 5. gr. samþykkta SSKS skal ársfundur samtakanna haldinn í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga. Í ár hefur fjármálaráðstefnan verið haldin alla föstudaga í október og verður ársfundur SSKS haldinn föstudaginn 6. nóvember 2020. Fundurinn mun fara fram í gegnum Microsoft Teams forritið.

Á fundi stjórnar SSKS, sem haldinn var 21. október, var samþykkt að halda ársfund samtakanna rafrænt föstudaginn 6. nóvember kl. 11:00.

Dagskrá ársfundar

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar og fjárhagsáætlun
  3. Ákvörðun um árgjald
  4. Umræður og ályktanir um orkumál
  5. Kosning þriggja manna í stjórn og þriggja manna til vara
  6. Önnur mál