Í þættinum Landinn á RUV, sunnudaginn 27. maí sl., var fjallað um sjóvarmadælur á Rifi. M.a. var spjallað við Orra Frey Magnússon í björgunarsveitinni Lífsbjörg í Sæfellsbæ um sjóvarmadæluna.
Þess má geta að í Snæfellsbæ hefur verið sett upp upp loft/vatn varmadæla frá Rafhitun í félagsheimilið Klif. Kristinn Jónasson bæjarstjóri hefur lofað okkur að fylgjast með hvernig það muni ganga.
Tölvur, tækni og vísindi á ÍNN
Þá var í þættinum Tölvur, tækni og vísindi á sjónvarpsstöðinni ÍNN þann 23. maí sl. fjallað um varmadælur og þá möguleika sem þær gefa. Með því að smella á tengilinn hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn en umfjöllunin um varmadælur hefst á 20 mínútu, eða þar um bil.
Það hefur gengið best að horfa á þáttinn í gegnum Firefox vafra.