Ráðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins

hagsmunamal-dreifbylisRáðstefna um hagsmunamál dreifbýlisins var haldinn í Mánagarði Nesjum Hornafirði 25. nóv. og var vel sótt. Sigurður Ingi ráðherra setti ráðstefnuna, Ásgerður Gylfadóttir bæjarstjóri og Eiríkur Egilsson formaður Búnaðarsambands A-Skaft. undirrituðu nýja búnaðarstefnu Sveitarfélagsins og Búnaðarsambandsins.

Erindi Ingva Más úr nýsköpunar-og atvinnuvegaráðuneyti um raforkuverð í dreifbýli skapaði miklar umræður kom þar fram að sjöfaldur munur á raforku þar sem hús eru kynnt með rafmagni. Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra orkumála:

„Ráðstefnan lýsir furðu sinni á að raforkuflutningar í dreifbýli séu mikið dýrari en í þéttbýli, sem dæmi má nefna að flutningur á kw stund kostar 6,16 krónur  í þéttbýli en  9,27  krónur í dreifbýli. Mismunurinn er því kr. 3,11 kr/kwst..

Þetta er óeðlilegt þar sem rafmagnið fer úr dreifbýli í þéttbýlið. Enn fremur liggur allt raforkudreifikerfi landsins í gegnum eignarlönd bænda og annarra landeigenda endurgjaldslaust.

Skorað er á ráðherra orkumála að beita sér fyrir því að þetta verði leiðrétt.“

Grétar Már frá Búnaðarsambandi A-Skaft. kynnti niðurstöður könnunar um ágang álfta og gæsa á beitarlönd í sýslunni. Kom fram að tekin voru frá hólf á beitarlöndum þar sem fuglar komust ekki í ræktað land og var munurinn á 2/3 meiri beit á þeim svæðunum.

Ráðstefnugestir samþykktu ályktun til ráðherra umhverfis-og auðlindamála ;  „skorað er á ráðherra umhverfis- og auðlindarmála, vegna ágangs gæsa og álfta í ræktarlöndum, beiti hann sér fyrir því að heimila vorveiðar á gæs og veiðar á álft (geldfugli) að vori til 25. júní. Auk þess haustveiðar á álft.“

Í greinargerð kemur fram að tugmilljónatjón er af völdum ágangs þessara fuglategunda.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna sagði búsetu í dreifbýli eigi að vera raunverulegan valkost, nú sé orðin mikil eftirspurn í íslenskar afurðir og verkefni í dreifbýlinu mikilvæg.  Sagði að íslensk loðdýrarækt vera orðin á heimsklassa og spáð 1. sæti í gæðum. Sagði mikla möguleika í garðyrkju og ferðaþjónustan skipti miklu máli í dreifbýli og bændur geti nýtt sér marga möguleika.

Í máli ræðumanna kom fram að búsældarlegt er í sýslunni þó hlýnun jarðar geti haft áhrif á hækkun sjávarstöðu og mun í framtíðinni helst hafa áhrifa á grynnslin. Jarðnæði er nægt og almennt gott að rækta landið. Þá kom fram að jarðhita er að finna víða í sveitarfélaginu unnið er að nýtingu hans í Skaftafelli og við Hoffell en hann má einnig finna á Hala.  Ferðaþjónusta er að vaxa í dreifbýli og hefur Vatnajökulsþjóðgarður verið góð viðbót við hana, tvær gestastofur eru í sveitarfélaginu verið að byggja og bæta gönguleiðir. Þó kom ítrekað fram að aðstaða fyrir ferðamenn er ábótavant og mikilvægt að byggja upp áningastaði með þjónustuaðstöðu.

Áhugasamir um ráðstefnuna geta nálgast fyrirlestrana hér á pdf  Sindri SigurgeirssonKristín Hermannsdóttir, Ingvi Már Pálsson , Regína Hreinsdóttir, Sigbjörn Kjartansson, Ómar Bjarki Smárason, Grétar Már Þorkelsson, Jóhann Helgi Stefánssón og Þórey Bjarnadóttir.