Samstarf Verklagna og HPI

Þriðjudaginn 12. júní sl. barst Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum bréf frá Verklögnum ehf. í Kópavogi þar sem fyrirtækið kynnti samstarf við Heat Pumps Ireland (HPI). Írska fyrirtækið sérhæfir sig í varmadælum og er einn stærsti söluaðili í heimi á Danfoss varmadælum.

Bréf Verklagna fylgir hér á eftir.

-°-°-°-°-°-

Kópavogi 12. júní 2012

Góðan dag,

Verklagnir ehf. hafa sérhæft sig í varmadælum til húshitunar fyrir þá sem búa á köldum svæðum og þá sérstaklega fyrir heimili og fyrirtæki upp að vissri stærð. Meðal verkefna er Björgunarsveitarhúsið á Rifi sem er fyrsta og eina varmadælan sem nýtir sjó og hefur orkusparnaður verið mun betri en væntingar voru. Áætlaður orkusparnaður var 70% en hefur verið yfir því.

Núna á dögunum var ráðstefna úti í Króatíu um varmadælur sem okkur var boðið að mæta á og gerðum við það, ýmsir nýjungar eru að koma í varmadælum á þessu ári en það sem stendur einna mest uppi núna er að við höfum hafið samstarf við Heat Pumps Ireland “HPI” sem sérhæfa sig í stærri verkefnum með varmadælur en þeir eru einn stærsti söluaðili í heiminum á Danfoss varmadælum. Hafa þeir hannað og sett upp mörg stór verkefni úti í Evrópu hvort sem það eru sundlaugar, fjarvarmaveitur með varmadælum, stórar byggingar eins og verslunarmiðstöðvar ofl. Hafa þeir náð mjög góðum árangri og skilað miklum orkusparnaði.

Samstarfið milli Verklagna og HPI felur í sér að Verklagnir verða þjónustuaðilar fyrir þá hérna á Íslandi en til þess að reka stór varmadælukerfi er nauðsynlegt að þjónustuaðili sé til staðar í hverju landi sem setja á upp búnað. HPI annast hönnun, sölu og uppsetningu á búnaði en allur varmadælubúnaður frá þeim er beintengdur við hugbúnað sem þeir hafa þróað til þess að fylgjast með virkni á varmadælunum og koma í veg fyrir bilanir og auka verulega líftíma þeirra. Rekstraröryggi er með því besta sem hægt er að hugsa sér.

Það eru engin takmörk fyrir því hvað er hægt að hita upp með varmadælu, bara spurning um að finna hagstæðustu leiðina til þess og það hafa HPI fundið í öllum tilfellum, einnig eru þeir með sérstakar lausnir þegar rafmagn er takmarkað til þess að dreifa álaginu milli fleirri varmadæla til að fá sem besta nýtingu.

Kær kveðja | Best regards

Verklagnir ehf.
Smidjuvegur 70
200 Kopavogur
+354 517 0270
verklagnir@verklagnir.is
www.verklagnir.is