Vefsíða SSKS

Ný vefsíða Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum er nú komin á veraldarvefinn. Síðunni er ætlað að halda utanum lög, reglugerðir og fróðleik er varða málefnið.

Vefsíðan er sett upp í WordPress vefsíðuforritinu og vistuð hjá þeim. Umsjón með uppsetningu síðunnar hafði Ingibjörg Hinriksdóttir.

 

13. ársfundur SSKS

Hér með er boðað til 13. ársfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum föstudaginn 14. október nk. kl. 13:00 í G-sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica hóteli, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Dagskrá:

1.     Skýrsla stjórnar.

2.     Ársreikningur 2011 lagður fram.

3.     Umræður um orkumál og framtíðarstefnu samtakanna.

4.     Fræðsluerindi: Ágúst Guðmundsson frá Fjarkönnun ehf. segir frá jarðhitaleit o.fl. með skönnum í flugvélum.

5.     Kosning þriggja manna stjórnar og þriggja varamanna.

6.     Önnur mál.

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum voru stofnuð 20. nóvember 1996 og voru stofnendur 37 sveitarfélög. Tilgangur samtakanna er: að vinna að lækkun orkukostnaðar til húshitunar á „köldum svæðum“ að stuðla að (frekari) jarðhitaleit. að afla og dreifa upplýsingum um orkumál til aðildarsveitarfélaga að stuðla að aukinni þekkingu almennings á leiðum til orkusparnaðar. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er formaður samtakanna.

Samtökin hafa aðstöðu á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga og er Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, starfsmaður þeirra.