Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.
Ársfundur samtakanna skal haldinn í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði. NAUÐSYNLEGT ER AÐ SKRÁ SIG Á FUNDINN HÉR AÐ NEÐAN.
Gestur fundarins verður Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets og mun hún vera með erindi fyrir fundargesti kl.12:00
Dagskrá:
a) Skýrsla stjórnar
b) Ársreikningar og fjárhagsáætlun.
c) Ákvörðun um árgjald.
d) Umræður og ályktanir um orkumál
e) Kosning þriggja manna í stjórn og þriggja manna til vara.
f) Tillögur að breytingum á samþykktum
Þeir sem hafa áhuga á að sitja í stjórn samtakanna eru hvattir til að senda póst á starfsmann SSKS, á netfangið bryndis@samband.is