Orkunotkun heimila í brennidepli


Málstofa um orkunotkun heimila verður haldin á vegum Reykjavíkurborgar í hádeginu í Borgartúni 12-14, föstudaginn 22. júní 2012. Markmið málstofunnar er að miðla hugmyndun og aðferðum til orkusparnaðar og til að vekja almenna umræðu um orkunotkun á Íslandi. Spurt verður: Hvað kostar að fara í bað? Hver eru 10 orkufrekustu heimilistækin?

Málstofan er liður í Evrópskri orkuviku en 150 viðburðir eiga sér stað í orkuvikunnium alla Evrópu, viðburðir sem eru tileinkaðir vistvænni orku og hvernig auka má hlutfall vistvænnar orku og draga úr notkun á mengandi orkugjöfum eins og kolum og jarðolíu.

Eftifarandi erindi verða flutt: Björn Marteinsson hjá Nýsköpunarmiðstöð fjallar m.a. um hvernig byggingar halda hita á Íslandi en niðurstöður hans koma á óvart. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hjá Landvernd spyr: Skiptir orkusparnaður máli í landi endurnýjanlegrar orku? Einar Örn Jónsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur fjallar um einfaldar leiðir til orkusparnaðar. Svala Georgsdóttir, sjálfboðaliði fjallar um Earth Hour eða Jarðarstundina sem haldin var í Reykjavík 31. mars.

Málstofan verður haldin í á sjöundu hæð Borgartúni 12-14 og stendur yfir í hádeginu. Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar flytur ávarp. Fundarstjóri verður Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar.

Allir velkomnir.

Tenglar:

Upplýsingar um málstofuna – veggspjald

Evrópska orkuvikan heimasíða

Evróska orkuvikan facbook