Ársfundur SSKS 2025

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til ársfundar samtakanna miðvikudaginn 1. október í sal á 2. hæð Hilton Reykjavík Nordica kl. 11:30-13:00.

Ársfundur samtakanna skal haldinn í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði. 

Gestur fundarins verður Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets og mun hún vera með erindi fyrir fundargesti kl.12:00

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér að neðan

Dagskrá og skráning á fundinn.

Þeir sem hafa áhuga á að sitja í stjórn samtakanna eru hvattir til að senda póst á starfsmann SSKS, á netfangið bryndis@samband.is