Jákvæð skref á fyrstu mánuðum ársins

Margt hefur verð í gangi hjá stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum undanfarna mánuði enda mikið rætt um orkumál þessa daganna.

Stjórn fundaði með ráðherrra umhverfis,- orku- og loftstlagsmála í lok janúar og fór yfir helstu áherslur samtakanna. Einnig hefur stjórnin fundað með nýjum forstjóra Umhverfis- og Orkustofnunar, Gesti Péturssyni, og starfsfólki stofnunarinnar. Þar var farið yfir niðurgreiðslukerfið, raforkuöryggi og þau mál sem eru á borði stofnunarinnar og snerta sveitarfélög á köldum svæðum. Fulltrúar stjórnar samtakanna hafa sótt vorfundi Landsvirkjunar og Landsnets og rætt þar við hagaaðila um stöðu og þarfir sveitarfélaga á köldum svæðum.

Samtökin fanga verkefninu Jarðhiti jafnar leikinn enda er það eitt að markmiðum samtakana að auka jarðhitaleit. Fulltrúar frá samtökunum voru við kynningu á verkefninu og hélt Íris Róbertsdóttir formaður stutta tölu við það tilefni. Nálgast má nánari upplýsingar um verkefnið hér.

Boðaðar hafa verið breytingar á raforkulögum og fara á í mikla orkuöflun sem er vel. Næg verkefni eru framundan og mikill hugur í stjórninni.