Samtökin fagna yfirlýsingu ráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála

Samtök orkusveitarfélaga og Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum fagna því að umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra hefur lagt fram frumvarp til að eyða lagalegri óvissu um leyfisveitingar til vatnsaflsvirkjana. Samtökin telja það ekki þola bið að tryggja nægt framboð grænnar orku um allt land á ásættanlegu verði fyrir almenning og fyrirtæki. Ráðast þarf í nauðsynlegar lagabreytingar og einfalda stjórnsýslu til að rjúfa kyrrstöðu sem alltof lengi hefur verið í orkumálum. Samtökin fagna yfirlýsingum ráðherra um að slíkar breytingar séu í farvatninu og leggja áherslu á að lagabreytingar sem frumvarpið felur í sér verði afgreitt með flýtimeðferð af hálfu Alþingis.

Samtökin munu skila sameiginlegri umsögn um málið í næstu viku.