Smeiginlegur fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Á fundinum voru haldnar tvær kynningar. Annars vegar kynnti Íslenska Gagnavinnslan hvernig sólarorkuver gætu haft áhrif á sveitarfélög í framtíðinni, og hins vegar fjallaði RARIK um jöfnun raforkuverðs.

Stjórnir beggja samtaka samþykktu samhljóða eftirfarandi ályktun:

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga og stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum hvetja nýkjörna þingmenn til að tryggja raforkuöryggi í landinu, þ.e. tryggja aðgengi að orku á sanngjörnu verði.

Samtökin telja að skipta verði orkumarkaðnum upp í tvo samkeppnismarkaði þar sem annar er fyrir almenning, sveitarfélög í landinu og minni fyrirtæki og hinn verði stórnotendur.

Nú þegar orkuverð fer hækkandi þarf að tryggja heimilum raforkuöryggi með lögum. Huga þarf  sérstaklega að rafkynntum svæðum.