Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar auglýsir eftir umsóknum um sólarsellustyrki. Í forgangi við úthlutun styrkja eru:

  • notendur utan samveitna
  • notendur á dreifbýlistaxta og
  • notendur á rafhituðu svæði

Um samkeppnissjóð er að ræða, við val á umsóknum er horft til verkefna þar sem notkun og framleiðslugeta fara hvað best saman. Styrkurinn nemur aldrei meira en 50% af efniskostnaði.

Sótt er um í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar.

Nánar um styrkina og úthlutunarreglur á vef Orkustofnunar.