Stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum boðar til aðalfundar samtakanna föstudaginn 22. september kl. 12:30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Ársfundur samtakanna skal hald í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði.
Dagskrá:
(a) Skýrsla stjórnar.
(b) Ársreikningar og fjárhagsáætlun.
(c) Ákvörðun um árgjald .
(d) Umræður og ályktanir um framtíð samtakanna.
(e) Kosning þriggja manna í stjórn og þriggja manna til vara.
Stjórn samtakanna minnir aðildarsveitarfélög sérstaklega á að kynna sér ákvæði 8. greinar í samþykktum um slit samtakanna.