Styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2020

Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2020 verði til verkefna samkvæmt b) lið 7. gr. reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð en þar segir:  „Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga.“

Til greina kemur meðal annars: Uppsetning varmadæla, uppsetning eða endurbætur á hitastýringarkerfum og önnur verkefni sem leiða til minni raforkunotkunar við hitun.

Um er að ræða fjárfestingarstyrki, sem hæst geta numið 50% af áætluðum kostnaði við einstök verkefni, þó að hámarki 5 m.kr.

Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2020.    Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu.