Kynningarfundur um varmadælur verður haldinn í Félagslundi 7. febrúar kl. 20:30.
Jón Sæmundsson verkfræðingur ætlar að vera með fræðsluerindi um varmadælur og allt sem þeim viðkemur en Jón hefur kynnt sér þessa tækni vel.
Einnig mun Árni Eiríksson á Skúfslæk segja frá sinni reynslu af notkun varmadælna.
Notkun varmadælna getur lækkað kyndikostnað verulega.
Orkustofnun styrkir kaup á varmadælum fyrir íbúðarhús sem nemur allt að átta ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni til húshitunar miðað við meðalnotkun næstu fimm ár á undan.
Nánari upplýsingar og reiknivél þar sem áætla má mögulega eingreiðslu ríkis og áhrif hennar á lækkun stofnkostnaðar við uppsetningu varmadælna má sjá á síðu Orkustofnunar http://os.is/orkustofnun/umsoknir/eingreidslur/
Flóahreppur mun bjóða upp á kaffi og meðlæti.
Sveitarstjóri