Ársfundur SSKS 30. október 2020

Samkvæmt 5. gr. samþykkta SSKS skal ársfundur samtakanna haldinn í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga en í ár er ráðstefnan haldin á hverjum föstudegi í október.

Á fundi stjórnar SSKS, sem haldinn var 2. október, var samþykkt að halda ársfund samtakanna rafrænt föstudaginn 30. október.

Dagskrá ársfundar

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar og fjárhagsáætlun
  3. Ákvörðun um árgjald
  4. Umræður og ályktanir um orkumál
  5. Kosning þriggja manna í stjórn og þriggja manna til vara
  6. Önnur mál

Stjórn skiptir með sér verkum